Enski boltinn

Mane gæti misst af leikjum Liverpool gegn Manchester United og Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sadio Mane fagnar einu marka sinna fyrir Liverpool.
Sadio Mane fagnar einu marka sinna fyrir Liverpool. Vísir/Getty
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er einn þeirra afrísku leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem mun missa af leikjum sinna liða á meðan keppninni stendur yfir í janúar og febrúar á næsta ári.

Mane hefur spilað afar vel fyrir topplið Liverpool á sínu fyrsta tímabili en hann kom til liðsins í sumar frá Southampton fyrir 30 milljónir punda.

Mane hefur skorað sex mörk í tíu deildarleikjum til þessa og verið hluti af ógnarsterku sóknarlínu liðsins ásamt þeim Philippe Coutinho og Roberto Firmino.

United án Bailly

Hann er einnig lykilmaður í landsliði Senegal, sem spilar sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni þann 15. janúar en þann saman dag leikur Liverpool gegn Manchester United á Old Trafford. Þess má geta að Eric Bailly, varnarmaður United, verður líklega einnig ekki með í þeim leik þar sem hann er í landsliði Fílabeinsstrandarinnar

Eric Bailly.vísir/getty
Ljóst er að Mane mun einnig missa af leik Liverpool gegn Swansea viku síðar en ef Senegal kemst áfram upp úr sínum riðli er afar líklegt að Mane verður ekki kominn aftur til Englands fyrir leik Liverpool gegn Chelsea á Anfield þann 31. janúar.

Sjá einnig: Hver er mikilvægastur: Coutinho, Mané eða Firmino? | Myndband

Ef að Senegal fer alla leið í úrslitaleikinn verður Mane væntanlega einnig frá þegar Liverpool mætir Hull á útivelli þann 4. febrúar.

Meistararnir missa lykilmenn

Fleiri liði í ensku úrvalsdeildinni missa leikmenn í janúar vegna Afríkukeppninnar í knattpsyrnu. Arsenal verður án Egyptans Mohamed Elneny, miðvörðurinn Eric Bailly hjá Manchester United spilar í landsliði Fílabeinsstrandarinnar og Englandsmeistarar Leicester verða líklegan án Alsíringanna Riyad Mahrez og Islam Slimani.

Joel Matip, miðvörður Liverpool, á að baki landsleiki með Kamerún en hefur ekki spilað með landsliði sínu í nokkurn tíma. Ólíklegt er að hann spili í Afríkukeppninni nú.

Margir á leið í Afríkukeppnina

Meðal annarra afrískra leikmanna sem missa af leikjum í Englandi og eru margir lykilmenn í sínum liðum. Sunderland missir líklega þrjá leikmenn en botnlið ensku deildarinnar má vart við því.

Meðal leikmanna sem eru líklega á leið í keppninna má nefna Max Gradel (Bornemouth, Fílabeinsströndin), Papa Souare (Crystal Palace, Senegal), Bakary Sako (Crystal Palace, Malí), Yannick Bolasie (Everton, Kongó), Idrissa Gueye (Everton, Senegal), Ahmed Elmohamady (Hull, Egyptaland), Yaya Toure (Manchester City, Fílabeinsströndin), Sofiane Boufal (Everton, Marokkó), Wilfried Bony (Stoke, Fílabeinsströndin), Wahbi Khazri (Sunderland, Túnis), Lamine Kone (Sunderland, Fílabeinsströndin), Didier Ndong (Sunderland, Gabon), Nordin Marabat (Watford, Marokkó), Adlene Guedioura (Watford, Alsír) og Allan Nyom (WBA, Kamerún).

Sadio Mane lagði upp tvö mörk í 6-1 sigri Liverpool á Watford um helgina en samantekt úr leiknum má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×