Alpa-EM hjá stelpunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar EM-sæti með félögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Anton Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02
Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00
Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00