Innlent

Dómsmál hefði lítil áhrif

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Tómas segir ólíklegt að Jón Þór Ólafsson geti fengið úrskurði kjararáðs hnekkt.
Sigurður Tómas segir ólíklegt að Jón Þór Ólafsson geti fengið úrskurði kjararáðs hnekkt. Vísir/Vilhelm
„Ég útiloka það ekki að hann gæti höfðað dómsmál sem einn af þeim sem úrskurðurinn tekur til, en þá eingöngu hvað hann varðar,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor í lögfræði við HR. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagðist í aðsendri grein í Fréttablaðinu ætla að kæra ákvörðun kjararáðs um launahækkun ráðamanna til dómstóla, ef aðrir aðilar myndu ekki breyta úrskurðinum.

Sigurður Tómas segir að ef Jón Þór ætli að láta dómsmálið varða alla aðra sem úrskurður kjararáðs nær til þá verði hann að gera þá hina sömu að aðilum málsins. „Þá er þetta nú orðið svolítið snúnara,“ segir hann. Sigurður Tómas tekur þó fram að hann hafi ekki skoðað málið gaumgæfilega.



Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×