Bráðabirgðayfirlit frá Seðlabanka sýnir hagstæðan viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 19:07 Alltaf áhugavert að rýna í tölur frá Seðlabankanum. Vísir/Andri Marinó Viðskipajöfnuður mældist hagstæður um 2,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 samanborið við 7,8 milljarða króna fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður mældist hins vegar óhagstæður sem nam 25,6 milljörðum króna en þjónustujöfnuður hagstæður um því sem nemur 26,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi. Um bráðabirgðayfirlit frá stofnuninni er að ræða. „Jöfnuður frumþáttatekna var hagstæður um 5,4 ma.kr. en rekstrarframlög óhagstæð um 4,5 ma.kr. Áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á frumþáttatekjur eru hverfandi eftir samþykki nauðasamninga í desember síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni. „Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.215 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.347 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 131 ma.kr. eða sem nemur 5,9% af vergri landframleiðslu. Nettóskuldir hækkuðu um 4 ma.kr. eða sem nemur 0,2% af VLF á milli ársfjórðunga,“ segir jafnframt. Á fyrstu mánuðum ársins komu til framkvæmda greiðslur innlánsstofnana í slitameðferð til kröfuhafa í formi reiðufjár en einnig voru gefin út skulda- og hlutabréf í félögunum sem afhent voru kröfuhöfunum. Eins og kunnugt eru náðust samningar við kröfuhafa íslenska ríkisins fyrir skemmstu sem hefur haft áhrif á afkomu þjóðarbúsins. „Í lok fjórðungsins nam skuld þeirra 598 ma.kr. sem síðar verður greidd eftir því sem sölu eigna vindur fram. Verðmat á skuldum félaganna í lok árs 2015 hefur verið endurskoðað frá síðustu birtingu. Skuldirnar eru nú á markaðsverði í stað nafnverðs áður. Þessi framsetning endurspeglar betur þá fjárhæð sem áætlað er að verði að endingu greidd til kröfuhafanna. Áhrif þessa er betri erlend staða þjóðarbúsins í lok ársins 2015 sem nemur 172 ma.kr. eða 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til um 14 ma.kr. lakari erlendrar stöðu. Þar af lækkuðu erlendar eignir um 528 ma.kr. og skuldir um 514 ma.kr. vegna viðskiptanna. Gengis- og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nam 103 ma.kr. á ársfjórðungnum. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart helstu gjaldmiðlum eða að jafnaði um 1,6% samkvæmt gengisskráningarvog.“ Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Viðskipajöfnuður mældist hagstæður um 2,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 samanborið við 7,8 milljarða króna fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður mældist hins vegar óhagstæður sem nam 25,6 milljörðum króna en þjónustujöfnuður hagstæður um því sem nemur 26,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi. Um bráðabirgðayfirlit frá stofnuninni er að ræða. „Jöfnuður frumþáttatekna var hagstæður um 5,4 ma.kr. en rekstrarframlög óhagstæð um 4,5 ma.kr. Áhrif innlánsstofnana í slitameðferð á frumþáttatekjur eru hverfandi eftir samþykki nauðasamninga í desember síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni. „Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.215 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.347 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 131 ma.kr. eða sem nemur 5,9% af vergri landframleiðslu. Nettóskuldir hækkuðu um 4 ma.kr. eða sem nemur 0,2% af VLF á milli ársfjórðunga,“ segir jafnframt. Á fyrstu mánuðum ársins komu til framkvæmda greiðslur innlánsstofnana í slitameðferð til kröfuhafa í formi reiðufjár en einnig voru gefin út skulda- og hlutabréf í félögunum sem afhent voru kröfuhöfunum. Eins og kunnugt eru náðust samningar við kröfuhafa íslenska ríkisins fyrir skemmstu sem hefur haft áhrif á afkomu þjóðarbúsins. „Í lok fjórðungsins nam skuld þeirra 598 ma.kr. sem síðar verður greidd eftir því sem sölu eigna vindur fram. Verðmat á skuldum félaganna í lok árs 2015 hefur verið endurskoðað frá síðustu birtingu. Skuldirnar eru nú á markaðsverði í stað nafnverðs áður. Þessi framsetning endurspeglar betur þá fjárhæð sem áætlað er að verði að endingu greidd til kröfuhafanna. Áhrif þessa er betri erlend staða þjóðarbúsins í lok ársins 2015 sem nemur 172 ma.kr. eða 8,8% af vergri landsframleiðslu. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til um 14 ma.kr. lakari erlendrar stöðu. Þar af lækkuðu erlendar eignir um 528 ma.kr. og skuldir um 514 ma.kr. vegna viðskiptanna. Gengis- og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins sem nam 103 ma.kr. á ársfjórðungnum. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart helstu gjaldmiðlum eða að jafnaði um 1,6% samkvæmt gengisskráningarvog.“
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira