Fótbolti

Podolski: Er ekki að fara á EM sem lukkudýr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Podolski er á leið á sitt fjórða Evrópumót.
Podolski er á leið á sitt fjórða Evrópumót. vísir/getty
Lukas Podolski er ekki sáttur með gagnrýnina sem hann hefur fengið eftir að hann var valinn í þýska landsliðshópinn sem fer á EM 2016 í Frakklandi.

Podolski hefur átt misjöfnu gengi að fagna með félagsliðum sínum undanfarin ár en á ávallt fast sæti í þýska landsliðinu.

„Ég er ekki að fara á EM sem eitthvað lukkudýr,“ sagði Podolski sem skoraði 17 mörk fyrir Galatasary í vetur.

„Þetta sýnir algjört virðingarleysi. Ég er búinn að spila yfir 100 landsleiki. Það er fáránlegt að kalla mig lukkudýr. Ég bý yfir mikilli reynslu og átti gott tímabil í Tyrklandi.“

Podolski er á leið á sitt fjórða Evrópumót en hann hefur alls leikið 127 landsleiki og skorað 48 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×