Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 16:23 vísir/anton brink Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það. Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það.
Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira