Á úrslitakvöldinu í forkeppni Eurovision í Laugardalshöll sem fram fer 20. febrúar verður framlag Íslands í Eurovision 2016 valið og um leið verður 30 ára afmæli Söngvakeppninnar haldið hátíðlegt með ýmsum hætti.
Umgjörðin verður veglegri en áður og því eftir miklu að sækjast fyrir alla unnendur Söngvakeppninnar vinsælu. Það má fastlega gera ráð fyrir því að Páll Óskar takið þetta lag.