39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 16. maí 2016 22:26 Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15
Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00