„Þetta verður engin lundabúð” Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:40 Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira