Viðskipti innlent

Þriðjungur segir skort á vinnuafli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skortur á starfsfólki og áformuð fjölgun starfsmanna er langmest í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Skortur á starfsfólki og áformuð fjölgun starfsmanna er langmest í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. vísir/gva
Þriðjungur stjórnenda fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins segist í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands finna fyrir vinnuaflsskorti, samanborið við sautján prósent fyrir ári.

Samkvæmt könnuninni sjá þrjátíu og átta prósent stjórnenda fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum. Búast má því við tveggja prósenta fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum sem svarar til 2.500 starfa. Skortur á starfsfólki og áformuð fjölgun starfsmanna er langmest í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×