Tilraunir til að selja Ísland fyrr á öldum hluti af hrunrannsókn Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist ætla að skila skýrslu um erlenda áhrifaþætti hrunsins þegar hann verði orðinn ánægður með niðurstöðuna. vísir/valli Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun um að styrkja verkefnið um 10 milljónir króna sumarið 2014. Búið er að greiða 7,5 milljónir króna en lokagreiðsla á að berast þegar verkinu verður skilað. Verkefninu var komið á fót að frumkvæði Hannesar. „Hinrik áttunda var boðið landið þrisvar til sölu á árunum 1518-1535 en hafði ekki áhuga. Hamborgarkaupmönnum var boðið það einu sinni árið 1645 en árangurslaust. Danir veltu jafnvel fyrir sér á árunum 1784-1785 að rýma Ísland!“ er haft eftir Hannesi í Tímariti Háskóla Íslands. „Hann er bara kominn aftur, þessi litli áhugi. Ísland er útkjálki, afkimi, en það getur vel verið að þessi áhugi birtist aftur af því að norðurslóðir verði mikilvægari en áður,“ segir Hannes. Ísland hafi tímabundið orðið hernaðarlega mikilvægt á 20. öld en þetta hafi breyst aftur til fyrri vegar eftir að Bandaríkjaher yfirgaf Ísland árið 2006. „Við þurfum að glíma við þetta, Íslendingar, það vill okkur enginn,“ segir hann. Upphaflega var stefnt að því að verkinu lyki síðasta sumar. Rannsóknin átti í meginatriðum að snúa að forsendum ákvarðana bandarískra og breskra seðlabanka í aðdraganda hrunsins, ákvörðun breskra stjórnvalda um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja vegna skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin hafi verið fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. RÚV greindi frá því í október að fjármálaráðuneytið ætti von á að Hannes myndi skila stuttri framvinduskýrslu fyrir áramót og lokaskýrslu fljótlega eftir áramót. „Hún birtist þegar hún er tilbúin og ég er orðinn ánægður með hana,“ segir Hannes um hvenær standi til að ljúka skýrslunni. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun um að styrkja verkefnið um 10 milljónir króna sumarið 2014. Búið er að greiða 7,5 milljónir króna en lokagreiðsla á að berast þegar verkinu verður skilað. Verkefninu var komið á fót að frumkvæði Hannesar. „Hinrik áttunda var boðið landið þrisvar til sölu á árunum 1518-1535 en hafði ekki áhuga. Hamborgarkaupmönnum var boðið það einu sinni árið 1645 en árangurslaust. Danir veltu jafnvel fyrir sér á árunum 1784-1785 að rýma Ísland!“ er haft eftir Hannesi í Tímariti Háskóla Íslands. „Hann er bara kominn aftur, þessi litli áhugi. Ísland er útkjálki, afkimi, en það getur vel verið að þessi áhugi birtist aftur af því að norðurslóðir verði mikilvægari en áður,“ segir Hannes. Ísland hafi tímabundið orðið hernaðarlega mikilvægt á 20. öld en þetta hafi breyst aftur til fyrri vegar eftir að Bandaríkjaher yfirgaf Ísland árið 2006. „Við þurfum að glíma við þetta, Íslendingar, það vill okkur enginn,“ segir hann. Upphaflega var stefnt að því að verkinu lyki síðasta sumar. Rannsóknin átti í meginatriðum að snúa að forsendum ákvarðana bandarískra og breskra seðlabanka í aðdraganda hrunsins, ákvörðun breskra stjórnvalda um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja vegna skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin hafi verið fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. RÚV greindi frá því í október að fjármálaráðuneytið ætti von á að Hannes myndi skila stuttri framvinduskýrslu fyrir áramót og lokaskýrslu fljótlega eftir áramót. „Hún birtist þegar hún er tilbúin og ég er orðinn ánægður með hana,“ segir Hannes um hvenær standi til að ljúka skýrslunni.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira