Fótbolti

Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool á flesta leikmenn á EM.
Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar.

Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár.

Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus.  Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og  Christian Benteke (Belgíu).

Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga.

Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.

Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.

Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016:

1.    Juventus        12

2.    Liverpool        12

3.    Tottenham        11

4.    Manchester United    10

5.    Barcelona        9

6.    Bayern München        9

7.    Real Madrid        8

8.    Arsenal            8

9.    Basel            8

10.    CSKA Moskva        8

11.    Fenerbahce        8

12.    Roma            8

13.    Besiktas        7

14.    Dynamo Kiev        7

15.    Southampton        7

16.    Shakhtar Donetsk    7

17.    Chelsea            6

18.    Dynamo Zagreb        6

19.    Ferencvaros        6

20.    Manchester City        6

21.    Napoli            6

22.    Viktoria Pilzen        6

23.    Zenit            6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×