Máttu ekki bjóða upp á félagslegt húsnæði Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 10:00 Samkvæmt lýsingu Íbúðalánasjóðs á eignasafninu eru 2/3 af eignunum í þéttbýli á suðvesturhorninu. Moody's telur að sala eignanna muni styrkja stöðu Íbúðalánasjóðs og styrkja afkomu á næstu árum. Fréttablaðið/Vilhelm Matsfyrirtækið Moody’s segir að sala Íbúðalánasjóðs á Leigufélaginu Kletti, með 450 íbúðum, muni hafa jákvæð áhrif á sjóðinn og styrkja afkomu hans á næstu árum. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur undir að salan sé til hagsbóta fyrir sjóðinn. Aftur á móti muni leigan hækka þegar leigusamningar verða endurskoðaðir. Það skjóti skökku við þegar ríkissjóður selur svo margar íbúðir á einu bretti þegar skortur er á félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt tilboði er kaupandinn skuldbundinn til að halda leiguverði óbreyttu í 12 mánuði, en óljóst er hvað tekur við eftir það. Söluferli Kletts var tvískipt. Í fyrri hluta bárust átta tilboð. Í seinni hluta bárust þrjú skuldbindandi tilboð. Munurinn á hæsta og lægsta boði var 901 milljón króna. Tilkynnt var í síðustu viku að meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs hefði ákveðið að taka tilboði hæstbjóðanda, upp á tíu milljarða, í félagið. Það tilboð átti Almenna leigufélagið, sem er í rekstri GAMMA. „Ég þekki ekki nákvæmlega plönin en þetta virðist fljótt á litið skjóta svolítið skökku við að vera að losa sig við pakkann í hendur einkaaðila sem sér sér hag í því að vera að reka þetta sem leigustarfsemi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Einn fulltrúi í stjórn Íbúðalánasjóðs sat hjá við afgreiðslu stjórnarinnar. Í bókun sem Drífa Snædal lagði fram á stjórnarfundi sagði hún nauðsynlegt að stefna í átt að félagslegum lausnum í stað leigufélaga sem rekin eru í hagnaðarskyni. „Með sölu á Kletti fer tækifæri forgörðum til að efla félagslegt leiguhúsnæði í samfélagslegri eigu til hagsbóta fyrir almenning og vegur það þyngra en að styrkja fjárhagslega afkomu sjóðsins með sölunni,“ segir í bókuninni. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafa aftur á móti bent á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi samþykkt stofnun Kletts með því skilyrði að leigufélagið yrði rekið tímabundið og á markaðslegum forsendum og ekki mætti niðurgreiða leigu eða nýta eignir þess sem félagslegt húsnæði. Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ekki athugasemdir við söluna. Þar skipti mestu máli að salan hafi farið fram í opnu söluferli. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s segir að sala Íbúðalánasjóðs á Leigufélaginu Kletti, með 450 íbúðum, muni hafa jákvæð áhrif á sjóðinn og styrkja afkomu hans á næstu árum. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur undir að salan sé til hagsbóta fyrir sjóðinn. Aftur á móti muni leigan hækka þegar leigusamningar verða endurskoðaðir. Það skjóti skökku við þegar ríkissjóður selur svo margar íbúðir á einu bretti þegar skortur er á félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt tilboði er kaupandinn skuldbundinn til að halda leiguverði óbreyttu í 12 mánuði, en óljóst er hvað tekur við eftir það. Söluferli Kletts var tvískipt. Í fyrri hluta bárust átta tilboð. Í seinni hluta bárust þrjú skuldbindandi tilboð. Munurinn á hæsta og lægsta boði var 901 milljón króna. Tilkynnt var í síðustu viku að meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs hefði ákveðið að taka tilboði hæstbjóðanda, upp á tíu milljarða, í félagið. Það tilboð átti Almenna leigufélagið, sem er í rekstri GAMMA. „Ég þekki ekki nákvæmlega plönin en þetta virðist fljótt á litið skjóta svolítið skökku við að vera að losa sig við pakkann í hendur einkaaðila sem sér sér hag í því að vera að reka þetta sem leigustarfsemi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Einn fulltrúi í stjórn Íbúðalánasjóðs sat hjá við afgreiðslu stjórnarinnar. Í bókun sem Drífa Snædal lagði fram á stjórnarfundi sagði hún nauðsynlegt að stefna í átt að félagslegum lausnum í stað leigufélaga sem rekin eru í hagnaðarskyni. „Með sölu á Kletti fer tækifæri forgörðum til að efla félagslegt leiguhúsnæði í samfélagslegri eigu til hagsbóta fyrir almenning og vegur það þyngra en að styrkja fjárhagslega afkomu sjóðsins með sölunni,“ segir í bókuninni. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafa aftur á móti bent á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi samþykkt stofnun Kletts með því skilyrði að leigufélagið yrði rekið tímabundið og á markaðslegum forsendum og ekki mætti niðurgreiða leigu eða nýta eignir þess sem félagslegt húsnæði. Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ekki athugasemdir við söluna. Þar skipti mestu máli að salan hafi farið fram í opnu söluferli.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira