Er með nýja stjörnufræðibók í smíðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 11:00 Sævar Helgi Bragason hefur stjörnufræðina ekki bara sem áhugamál, heldur einnig að atvinnu. Fréttablaðið/Hanna Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar fréttist að Stjörnufræðivefur hans væri gjaldþrota vegna virðisaukaskattsskuldar. Skuldin nam 450 þúsund krónum, en þegar fréttir af málinu urðu opinberar safnaðist fljótt upp í skuldina. Sævar hefur um margra ára bil haft áhuga á stjörnufræði. En í dag er áhugamálið einnig atvinna hans. „Ég vinn við ýmislegt sem tengist stjörnufræði. Til dæmis hef ég verið að kenna, í Menntaskólanum í Reykjavík, stjörnufræði í sjötta bekk. Síðan hef ég verið að vinna ýmis menntaverkefni tengd Háskóla Íslands, eins og Háskóli unga fólksins, Háskólalestin og Vísindasmiðjan, þar sem ég hef tekið þátt í að kenna börnum og unglingum vísindi. Sem er ákaflega skemmtilegt,“ segir Sævar. Að auki hefur Sævar unnið við að sýna ferðamönnum himininn og norðurljós. Hann hefur ásamt fleirum verið í samstarfi við Friðrik Pálsson á Hótel Rangá við að byggja upp stjörnuskoðunarhús. „Svo hef ég verið að skrifa bók og er að reyna að klára nýja bók,“ segir Sævar, en bækurnar eru skrifaðar í samstarfi við Vilhelm Anton Jónsson. Áhugi Sævars á stjörnufræði nær langt aftur í tímann. „Ég hef alltaf verið heillaður af himninum og náttúru og vísindum. Ég ætlaði alltaf að verða sérfræðingur í reikistjörnujarðfræði þannig að ég ákvað að fara í jarðfræði í háskóla til að byrja með og er með B.Sc. í jarðfræði. En ég lít ekki á mig sem jarðfræðing heldur sem stjörnufræðing enda veit ég miklu meira um það en nokkru sinni um jarðfræði og er að hyggja á að klára meistaranám í stjarneðlisfræði á næstu tveimur árum eða svo,“ segir Sævar Helgi. Hann hafi djúpstæða þörf til að segja öðrum frá því hvað alheimurinn sé magnaður. En Sævar Helgi á fleiri áhugamál. „Ég fer töluvert mikið út að hlaupa og mér finnst óskaplega gaman að ganga um íslenska náttúru. Sömuleiðis hef ég lúmskt gaman af því að elda mat,“ segir hann. Þá finnst Sævari óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Sævar Helgi á einn son sem er sex ára og byrjar í skóla í haust. jonhakon@frettabladid.is
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Sjá meira