Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Tilhugsunin um að hér kunni að eiga sér stað þrælahald er að öllum líkindum flestum landsmönnum fjarlæg. vísir/andri marinó Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira