Forsætisráðherra segir aldrei hægt að gera nóg í aðstoð við flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2016 18:50 Forsætisráðherra er ánægður með hvað flóttamannaaðstoð Íslendinga skilar sér vel til Líbanon en aldrei sé hægt að gera nóg í slíkri aðstoð. Ingibjörg Davíðsdóttir Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15