Orka og geta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun