Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira