Gríðarlega verðmætir fornmunir sem voru í eigu föður Dorritar boðnir upp í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2016 15:29 Nokkrir af þeim munum sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff og verða boðnir upp í London í júlí. vísir/uppboðsvefur Christie's/stefán Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira