Hver er Guðni Th. Jóhannesson? Jónas Knútsson skrifar 20. júní 2016 14:08 Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar