KR, Valur og Breiðablik voru öll í pottinum þegar dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar nú áðan.
Valsmenn fá skemmtilegasta leikinn en þeir mæta danska liðinu Bröndby sem varð í fjórða sæti í dönsku deildinni á síðustu leiktíð.
KR spilar við Glenavon frá Norður-Írlandi á meðan Blikar fara í lengsta ferðalagið og spilar við Jelgava frá Lettlandi.
Á eftir verður svo dregið í aðra umferð forkeppninnar og þá vita íslensku liðin hvað bíður þeirra komist þau áfram.
