Formaður Vinstri grænna vill draga skattabreytingar til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:49 Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira