Erlent

Pokémonþjálfari keyrði á kyrrstæðan löggubíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Pokémon Go er ekki bara skemmtun.“ Þetta skrifaði lögreglan í Baltimore í Bandaríkjunum við myndband af ökumanni keyra á kyrrstæðan lögreglubíl. Myndband af árekstrinum náðst á vestismyndavél eins lögregluþjóns.

Ökumaðurinn sjálfur viðurkenndi að hafa verið að spila leikinn Pokémon Go við aksturinn.

„Þetta fæ ég fyrir að spila þennan heimskulega leik,“ sagði ökumaðurinn eftir að hann var búinn að ganga úr skugga um að engan hefði sakað í slysinu.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem svokallaðir þjálfarar lenta í ógöngum með Pokémonspilun sína. Í síðustu viku gengu til dæmis tveir menn fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum. Annar þeirra féll um 30 metra niður á strönd en hinn festist í klettinum og var þar meðvitundarlaus þegar björgunaraðilar komu að honum.

Þeir slösuðust þó ekki illa samkvæmt Huffington Post.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×