Lífið

Leita að fyrsta afruglaranum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stöð 2 auglýsir eftir gömlum afruglurum, sérstaklega þeim fyrsta sem reyndist vandræðagripur og var fljótlega skipt út.
Stöð 2 auglýsir eftir gömlum afruglurum, sérstaklega þeim fyrsta sem reyndist vandræðagripur og var fljótlega skipt út.
Stöð 2 fagnar þrjátíu ára afmæli sínu á árinu og í tilefni af því ætlar stöðin að safna öllum afruglurum og myndlyklum sem tengjast sögu stöðvarinnar á einn eða annan hátt. 

Ein tegund afruglara hefur reynst sérstaklega vandfundin en um er að ræða Philips Descrete, fyrsta tegundin sem reyndist vandræðagripur og var fljótlega skipt út fyrir Tudi 12 afruglara sem lifði töluvert lengur.

Afruglararnir verða til sýnis á Myndlykla- og afruglaraminjasafni Íslands (MoAMI) sem Stöðvar 2 fólkið nefnir safn gripanna. Þar getur fólk kynnst sögu allra myndlykla og afruglara sem tengst hafa Stöð 2 og öðrum stöðvum 365 í gegnum árin þrjátíu.

Allar nánari upplýsingar má fá á moami@365.is.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×