Enski boltinn

Fyrrverandi samherji Alfreðs til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Klavan er nýjasti liðsmaður Liverpool.
Ragnar Klavan er nýjasti liðsmaður Liverpool. vísir/getty
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á Ragnar Klavan, þrítugum miðverði frá Augsburg.

Það verður því Ragnar í leikmannahópi Liverpool í vetur, þótt flestir Íslendingar hefðu viljað sjá nafna hans Sigurðsson í rauðu treyjunni.

Klavan skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool en talið er að hann hafi kostað félagið 4,2 milljónir punda.

Klavan er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar. Áður voru Loris Karius, Joel Matip, Sadio Mane og Marko Grujic komnir.

Klavan, sem er fyrirliði eistneska landsliðsins, lék með Augsburg í fjögur ár en þar áður var hann í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×