Lífið

Pör sem djamma saman endast lengur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pör eiga að skemmta sér saman.
Pör eiga að skemmta sér saman. vísir
Það getur verið flókið að vera í ástarsambandi og þarf að huga að mörgu til að allt gangi upp. Eitt af því er hvernig skal tækla skemmtanalífið. Sum pör eiga erfitt með að fara saman út á lífið og vilja því frekar skemmta sér sem einstaklingar með vinum sínum.

Samkvæmt rannsókn sem birtist í The Journals of Gerontology Series B: Psychological Series kemur fram að fólk sem fer saman út að skemmta sér og neitir áfengis saman sé hamingjusamara í sambandinu. Þetta átti sérstaklega við um konur, en þær upplifa sig mun hamingjusamari ef þær geta skemmt sér með maka sínum.

Rannsóknin leiddi í ljós að hjón sem eru komin yfir fimmtugt, drekka áfengi saman og fara saman út að skemmta sér, hefðu verið í betra hjónabandi en aðrir.

Aftur á móti ef annar aðilinn drekkur áfengi og fer reglulega út að skemmta sér eru líkurnar á slæmu hjónabandi mun meiri.

Rannsóknin tók mið af 4864 einstaklingum, 2767 hjónum og aðeins var rætt við hjón sem höfðu verið gift í að meðaltali 33 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×