Nýir tímar kalla á breytt hugarfar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2016 13:45 Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur vekur athygli. Mynd/Rán Flygenring Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira