Evrópusambandið á krossgötum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Stemningin var súr í höfuðstöðvum Stronger In herferðarinnar sem barðist gegn Brexit þegar niðurstöður voru ljósar. Nordicphotos/AFP Talsverð óvissa ríkir um framtíð Evrópusambandsins vegna Brexit, ákvörðunar Breta um aðskilnað frá sambandinu. Einnig er óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Bretland. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin í fyrradag og í gærmorgun var ljóst að 48,1 prósent atkvæða féll áframhaldandi veru í Evrópusambandinu í skaut en 51,9 prósent kusu Brexit.Tveggja ára ferli Bretland mun á næstunni hefja samningaferli við Evrópusambandið um skilmála aðskilnaðar og hvernig sambandi Bretlands við Evrópusambandið verður háttað í framhaldinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki lagalega bindandi en stjórnvöld hafa lofað því að virða niðurstöðu hennar. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti og að nýr forsætisráðherra myndi taka við í haust. Úrslit kosninganna voru ósigur fyrir Cameron sem var og er andvígur Brexit. Hins vegar hafði hann sagt að ef breska þjóðin kysi Brexit myndi hann virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans. Greinin kveður á um að hvert og eitt ríki geti ákveðið að skilja sig frá sambandinu. Aðskilnaðarferlið tekur að lágmarki tvö ár frá því að greinin er virkjuð. Á þeim árum myndu Bretar semja um skilmála aðskilnaðar. Hvernig tollum á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað og hvort frjálst flæði vinnuafls verði á milli eru einar stærstu spurningarnar í því samhengi. Á meðan á samningaviðræðum stendur þyrftu Bretar enn að fara eftir reglugerðum og lögum Evrópusambandsins en myndu ekki geta haft áhrif á nýja lagasetningu. Eftir að samningum er náð þyrftu báðir aðilar að skrifa undir.Brexit, Frexit, Nexit, IxitSjálfstæðisflokkur Bretlands (UKIP) og leiðtogi hans, Nigel Farage, hafa barist fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu í tvo áratugi og lítur flokkurinn á niðurstöðu kosninganna sem fullnaðarsigur. Sá sigur hefur blásið vindi í segl sams konar flokka víðs vegar um Evrópu. Franska þjóðfylkingin hefur lýst yfir áhuga á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það hefur Frelsisflokkur Hollands einnig gert. Einnig er áhugi á aðskilnaði á Ítalíu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hvetja hins vegar aðildarríki til að halda ró sinni. Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær að nú væri rétti tíminn til að vera alvarlegur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagði að nú væri ekki rétta stundin fyrir örvæntingarfull viðbrögð.Eining Bretlands í hættuBæði Skotar og Norður-Írar kusu áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en þurftu að lúta í lægra haldi þar sem mun fleiri atkvæði féllu samanlagt í Englandi og Wales, aðskilnaði í vil. Því heyrðust strax í gær raddir um að Skotar og Norður-Írar þyrftu að endurhugsa veru sína innan Bretlands. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði mjög líklegt að Skotar myndu kjósa aftur um sjálfstæði. Skotar felldu tillögu um sjálfstæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 með 55 prósentum atkvæða. Martin McGuinness, aðstoðarforsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands, kallaði í gær eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Norður-Írlandi um hvort landið eigi að sameinast Írlandi og skilja sig þá frá Bretlandi.Mikil gleði ríkti meðal aðskilnaðarsinna þegar niðurstöður lágu fyrir og fagnaði Nigel Farage, formaður UKIP, einna mest. Nordicphotos/AFPKrefjast aðskilnaðar„Sigur fyrir frelsið! Eins og ég hef sagt í fjölmörg ár þá verðum við núna að halda eins kosningar í Frakklandi sem og annars staðar í Evrópusambandinu,“ sagði Marine Le Pen, formaður Frönsku þjóðfylkingarinnar, sem greip tækifærið um leið og niðurstöður lágu fyrir, óskaði Bretum til hamingju með niðurstöðuna og krafðist sams konar þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir Frakka. „Við viljum stýra eigin landi, eigin fjármagni og eigin landamærum. Hollendingar eiga að fá tækifæri til að láta rödd sína heyrast um áframhaldandi aðild sem fyrst,“ sagði Geert Wilders, formaður Frelsisflokks Hollands og tók í sama streng og Le Pen. „Húrra fyrir hugrekki frjálsra borgara. Hjarta, heili og stolt vann sigur á lygum, hótunum og kúgun. Takk fyrir, Bretland! Nú er komið að okkur,“ sagði Matteo Salvini, leiðtogi Norðurdeildarinnar á Ítalíu, flokks sem er andvígur innflytjendum.Bretland í hættuÓljóst er hver framtíð Bretlands er. Úrsögn úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á Bretland.Sjálfstætt Skotland „Það segir sig sjálft að möguleikanum á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu þarf að halda á lofti. Og honum er haldið á lofti,“ sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, í gær. Mun fleiri Skotar kusu með áframhaldandi aðild en gegn henni, sagði Sturgeon. Hún sagðist einnig ætla að koma því á framfæri við öll aðildarríki Evrópusambandsins að Skotar hefðu kosið með áframhaldandi aðild. Þá ávarpaði hún alla Evrópubúa í Skotlandi og sagði: „Ykkur er enn velkomið að vera hér. Skotland er heimili ykkar og framlag ykkar er mikils metið.“Sameinað Írland„Aðskilnaður frá Evrópusambandinu gengur gegn lýðræðislegum vilja írsku þjóðarinnar,“ sagði Martin McGuinness, leiðtogi Sinn Fein og aðstoðarforsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands. Líkt og í Skotlandi var meirihluti fyrir áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins á Norður-Írlandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní Brexit Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsverð óvissa ríkir um framtíð Evrópusambandsins vegna Brexit, ákvörðunar Breta um aðskilnað frá sambandinu. Einnig er óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Bretland. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin í fyrradag og í gærmorgun var ljóst að 48,1 prósent atkvæða féll áframhaldandi veru í Evrópusambandinu í skaut en 51,9 prósent kusu Brexit.Tveggja ára ferli Bretland mun á næstunni hefja samningaferli við Evrópusambandið um skilmála aðskilnaðar og hvernig sambandi Bretlands við Evrópusambandið verður háttað í framhaldinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki lagalega bindandi en stjórnvöld hafa lofað því að virða niðurstöðu hennar. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér embætti og að nýr forsætisráðherra myndi taka við í haust. Úrslit kosninganna voru ósigur fyrir Cameron sem var og er andvígur Brexit. Hins vegar hafði hann sagt að ef breska þjóðin kysi Brexit myndi hann virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans. Greinin kveður á um að hvert og eitt ríki geti ákveðið að skilja sig frá sambandinu. Aðskilnaðarferlið tekur að lágmarki tvö ár frá því að greinin er virkjuð. Á þeim árum myndu Bretar semja um skilmála aðskilnaðar. Hvernig tollum á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað og hvort frjálst flæði vinnuafls verði á milli eru einar stærstu spurningarnar í því samhengi. Á meðan á samningaviðræðum stendur þyrftu Bretar enn að fara eftir reglugerðum og lögum Evrópusambandsins en myndu ekki geta haft áhrif á nýja lagasetningu. Eftir að samningum er náð þyrftu báðir aðilar að skrifa undir.Brexit, Frexit, Nexit, IxitSjálfstæðisflokkur Bretlands (UKIP) og leiðtogi hans, Nigel Farage, hafa barist fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu í tvo áratugi og lítur flokkurinn á niðurstöðu kosninganna sem fullnaðarsigur. Sá sigur hefur blásið vindi í segl sams konar flokka víðs vegar um Evrópu. Franska þjóðfylkingin hefur lýst yfir áhuga á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það hefur Frelsisflokkur Hollands einnig gert. Einnig er áhugi á aðskilnaði á Ítalíu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hvetja hins vegar aðildarríki til að halda ró sinni. Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær að nú væri rétti tíminn til að vera alvarlegur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagði að nú væri ekki rétta stundin fyrir örvæntingarfull viðbrögð.Eining Bretlands í hættuBæði Skotar og Norður-Írar kusu áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en þurftu að lúta í lægra haldi þar sem mun fleiri atkvæði féllu samanlagt í Englandi og Wales, aðskilnaði í vil. Því heyrðust strax í gær raddir um að Skotar og Norður-Írar þyrftu að endurhugsa veru sína innan Bretlands. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði mjög líklegt að Skotar myndu kjósa aftur um sjálfstæði. Skotar felldu tillögu um sjálfstæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 með 55 prósentum atkvæða. Martin McGuinness, aðstoðarforsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands, kallaði í gær eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Norður-Írlandi um hvort landið eigi að sameinast Írlandi og skilja sig þá frá Bretlandi.Mikil gleði ríkti meðal aðskilnaðarsinna þegar niðurstöður lágu fyrir og fagnaði Nigel Farage, formaður UKIP, einna mest. Nordicphotos/AFPKrefjast aðskilnaðar„Sigur fyrir frelsið! Eins og ég hef sagt í fjölmörg ár þá verðum við núna að halda eins kosningar í Frakklandi sem og annars staðar í Evrópusambandinu,“ sagði Marine Le Pen, formaður Frönsku þjóðfylkingarinnar, sem greip tækifærið um leið og niðurstöður lágu fyrir, óskaði Bretum til hamingju með niðurstöðuna og krafðist sams konar þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir Frakka. „Við viljum stýra eigin landi, eigin fjármagni og eigin landamærum. Hollendingar eiga að fá tækifæri til að láta rödd sína heyrast um áframhaldandi aðild sem fyrst,“ sagði Geert Wilders, formaður Frelsisflokks Hollands og tók í sama streng og Le Pen. „Húrra fyrir hugrekki frjálsra borgara. Hjarta, heili og stolt vann sigur á lygum, hótunum og kúgun. Takk fyrir, Bretland! Nú er komið að okkur,“ sagði Matteo Salvini, leiðtogi Norðurdeildarinnar á Ítalíu, flokks sem er andvígur innflytjendum.Bretland í hættuÓljóst er hver framtíð Bretlands er. Úrsögn úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á Bretland.Sjálfstætt Skotland „Það segir sig sjálft að möguleikanum á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu þarf að halda á lofti. Og honum er haldið á lofti,“ sagði Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, í gær. Mun fleiri Skotar kusu með áframhaldandi aðild en gegn henni, sagði Sturgeon. Hún sagðist einnig ætla að koma því á framfæri við öll aðildarríki Evrópusambandsins að Skotar hefðu kosið með áframhaldandi aðild. Þá ávarpaði hún alla Evrópubúa í Skotlandi og sagði: „Ykkur er enn velkomið að vera hér. Skotland er heimili ykkar og framlag ykkar er mikils metið.“Sameinað Írland„Aðskilnaður frá Evrópusambandinu gengur gegn lýðræðislegum vilja írsku þjóðarinnar,“ sagði Martin McGuinness, leiðtogi Sinn Fein og aðstoðarforsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands. Líkt og í Skotlandi var meirihluti fyrir áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins á Norður-Írlandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júní
Brexit Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira