• Lokaniðurstöður liggja fyrir. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, er réttkjörinn forseti íslenska lýðveldisins.
• Stöð 2 var með kosningavakt í kvöld. Nálgast má upptökur hér.
„Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði afmælisbarnið Guðni Th. Jóhannesson pic.twitter.com/AKaXcvnnug
— Vísir (@visir_is) June 26, 2016
Norðvesturkjördæmi var síðasta kjördæmið til að skila af sér talningu. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent.
Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent.
Lokatölur liggja fyrir. Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. pic.twitter.com/xRfLCcCBVs
— Vísir (@visir_is) June 26, 2016
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 51.753 atkvæði. Sjá nánar hér.
Andri Snær Magnason - 6.591 atkvæði eða 12,9 prósent
Ástþór Magnússon - 150 atkvæði eða 0,3 prósent
Davíð Oddsson – 7.087 atkvæði eða 13,9 prósent
Elísabet Jökulsdóttir – 251 atkvæði eða 0,5 prósent
Guðni Th. Jóhannesson – 20.358 atkvæði eða 39,9 prósent
Guðrún Margrét Pálsdóttir – 123 atkvæði eða 0,2 prósent
Halla Tómasdóttir – 14.765 atkvæði eða 28,9 prósent
Hildur Þórðardóttir - 72 atkvæði eða 0,1 prósent
Sturla Jónsson – 1.677 atkvæði eða 3,3 prósent
Auðir seðlar – 492
Ógildir seðlar - 187
05:09 Nú hafa 133.584 atkvæði verið talin. Þar af eru 131.702 gild atkvæði og eru eftirfarandi útreikningar Vísis hlutfall gildra atkvæða:
Guðni Th. Jóhannesson: 37,3%
Halla Tómasdóttir: 29,4%
Andri Snær Magnason: 14,7%
Davíð Oddsson: 13,6%
Sturla Jónsson: 3,6%
Elísabet Jökulsdóttir: 0,7%
Ástþór Magnússon: 0,3%
Guðrún Margrét Pálsdóttir: 0,2%
Hildur Þórðardóttir: 0,2%
05.00 Nýjar tölur voru að berast úr Suðurkjördæmi. Sjá nánar hér.
04.35 Nýjar tölur voru að berast úr Norðvesturkjördæmi. Sjá nánar hér.
04:19 Nýjar tölur voru að berast úr Norðausturkjördæmi. Sjá nánar hér.
04:09 Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður liggja fyrir. Alls voru 45.850 á kjörskrá og kjörsókn 75,1 prósent.
Andri Snær Magnason - 7.964 atkvæði eða 23,8 prósent
Ástþór Magnússon - 102 atkvæði eða 0,3 prósent
Davíð Oddsson – 4.311 atkvæði eða 12,9 prósent
Elísabet Jökulsdóttir – 408 atkvæði eða 1,2 prósent
Guðni Th. Jóhannesson – 12.055 atkvæði eða 36 prósent
Guðrún Margrét Pálsdóttir – 88 atkvæði eða 0,3 prósent
Halla Tómasdóttir – 7.363 atkvæði eða 22 prósent
Hildur Þórðarsdóttir – 63 atkvæði eða 0,2 prósent
Sturla Jónsson – 1.144 atkvæði eða 3,4 prósent
Auðir seðlar – 364
Ógildir seðlar – 188
03:29 Nú hafa 100.812 atkvæði verið talin. Þar af eru 99.465 gild atkvæði og eru eftirfarandi útreikningar Vísis hlutfall gildra atkvæða:
Guðni Th. Jóhannesson: 37,2%
Halla Tómasdóttir: 29,9%
Andri Snær Magnason: 14,9%
Davíð Oddsson: 13,2%
Sturla Jónsson: 3,5%
Elísabet Jökulsdóttir: 0,7%
Ástþór Magnússon: 0,3%
Guðrún Margrét Pálsdóttir: 0,2%
Hildur Þórðardóttir: 0,2%
Svona er staðan í augnablikinu. #forseti pic.twitter.com/vMPt6ImzMF
— Vísir (@visir_is) June 26, 2016
02:36 Nú hafa 93.612 atkvæði verið talin. Þar af eru 92.265 gild atkvæði og eru eftirfarandi útreikningar Vísis hlutfall gildra atkvæða:
Guðni Th. Jóhannesson: 38,2%
Halla Tómasdóttir: 28,8%
Andri Snær Magnason: 14,8%
Davíð Oddsson: 13,3%
Sturla Jónsson: 3,7%
Elísabet Jökulsdóttir: 0,7%
Ástþór Magnússon: 0,3%
Guðrún Margrét Pálsdóttir: 0,2%
Hildur Þórðardóttir: 0,1%
02.20
Tölur úr Suðurkjördæmi voru að berast. Sjá nánar hér.
02:25 Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni þar sem hann var á kosningavöku stuðningsmanna sinna á Grand Hótel. Vakan er orðin að sigurpartýi og hljóðið var gott í Guðna sem er næsti forseti lýðveldisins. Hann ætlar þó ekki að djamma fram á morgun heldur ætlar snemma heim til að undirbúa sig fyrir þau ófáu viðtöl sem hann mun veita fjölmiðlum á morgun.
Lestu viðtal Vísis við næsta forseta Íslands hér.
01.30: Partýið búið hjá Davíð: Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis kom að kosningaskrifstofu Davíð Oddssonar um klukkan hálf tvö voru allar dyr læstar og partýið búið.
Það var heldur tómlegt um að litast þegar Vísir ætlaði að líta við í kosningapartýi Davíðs Oddssonar um klukkan 1.30 pic.twitter.com/2Rvf50RJmw
— Vísir (@visir_is) June 26, 2016
00: 45: „Ef við erum ekki sigurvegarar þá veit ég ekki hver er það!“
Þetta sagði Halla Tómasdóttir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku sinni núna rúmlega klukkan hálfeitt.
Henni var fagnað gríðarlega þegar hún kom í hús og var hún gráti næst vegna stuðningsins og fagnaðarlátanna.
00:09 Guðni Th. Jóhannesson er að öllum líkindum næsti forseti Íslands. Hann var rétt í þessu að mæta á kosningavöku stuðningsmanna sinna þar sem honum var fagnað gríðarlega.
„Þakka ykkur fyrir, þakka ykkur kærlega fyrir. Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn! Það er ekkert flóknara en það!“
Þetta sagði Guðni þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sem fögnuðu honum gríðarlega. Guðni Th. á afmæli í dag, 26. júní, en hann fagnar 48 ára afmæli í dag. Af því tilefni sungu stuðningsmenn hans afmælissönginn og færðu honum köku á kosningavöku hans.
Fyrstu tölur voru að berast úr tveimur kjördæmum
23.35 Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi voru að berast. Þær má sjá nánar með því að smella hér. Alls eru 21.424 á kjörskrá í kjördæminu og talin hafa verið 3.500 atkvæði.
23.40 Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi Suður voru einnig að lenda. Á kjörskrá eru 45.567 en talin hafa verið 12.691 atkvæði. Nánari sundurlistun á tölunum má sjá með því að smella hér.
23: 22 Rætt var við frambjóðendur í beinni útsendingu á kosningavöku RÚV.
Viðbrögð Guðna við fyrstu tölum:
„Mér líður mjög vel með það og er afar þakklátur fyrir þennan stuðning en sjáum hvað setur. Það er margt ótalið og nóttin löng og ég endurtek þakklæti minnt. [..] Ég er snortinn. Ég er líka stressaður. Þetta hefur tekið á. Ég segi það bara alveg frá hjartanu. Ég er ekki vanur kosningaslag af þessu tagi en þetta hefur verið skemmtilegt þrátt fyrir allt, þrátt fyrir fyrstu tölur sem gerðu mig hikandi. Það segi ég aftur hreint út að ég hélt að munurinn yrði meiri.“
Viðbrögð Höllu við fyrstu tölum:
„Mér líður mjög vel. Mér er búið að líða vel allan tímann. Vildi aldrei leggja of mikið mark í skoðanakannanir því ég fann meðbyr umfram þær. Þetta er miklu meira en ég átti von á. Ég sló á léttar nótur við stuðningsfólk mitt því við erum sigurvegarar því við komum glöð í mark. [...] Ég er þakklát stuðninginum en leikurinn er ekki búinn. Ætla að segja án nokkurs hroka að landsliðið okkar spilaði dásamlegan leik við Austurríki og það voru bara þrjár sekúndur eftir þegar þeir fóru yfir þannig að ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn.“
Viðbrögð Andra við fyrstu tölum:
„Ég er mjög glaður. Ég var mjög ánægður að fá þessar nýjustu tölur inn í kosningapartýið hjá mér. Ég óska Höllu alveg sérstaklega til hamingju með þennan lokasprett. [...] Ég sagði þetta frá upphafi þegar við vorum spurð hvort við ætluðum að draga framboð okkar til baka, þegar Halla var með tvö prósent, ég þekki Höllu og ég vissi að hún ætti mikið inni.“
Viðbrögð Davíðs við fyrstu tölum:
„Mér líður bara vel og ef ég bregð mér í hlutverk álitsgjafans Guðna núna þá finnst mér þessar tölur sýna það að Halla hefur komið mest á óvart. Ég held að það hafi gerst meðal annars vegna þess að kannanir sýndu að hún væri sú sem var farin að keppa við þann sem var í fyrsta sæti, Guðna, og þá hefur það fólk sem vildi breyta til sett þungann á hana. Ég myndi álíta það að Guðni myndi hafa það, ég er að tala sem álitsgjafi. Mig myndi hreint langa út frá þessu áliti álitsgjafans leyfa mér að óska Guðna til hamingju með væntanlegan sigur, honum og hans fólki, og farsældar í störfum og Höllu með frábært annað sæti.“
Fyrstu tölur
22.20 Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi liggja fyrir hér. Sjá nánar hér. Á kjörskrá í kjördæminu voru 35.136 og talin hafa verið 6.275 atkvæði.
22.30 Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi liggja fyrir. Sjá nánar hér. Á kjörskrá í kjördæminu voru 67.478 og talin hafa verið 27.300 atkvæði.
22:35: Halla og Guðni efst: „Örlagarík og spennandi nótt framundan“
22.40 Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi liggja fyrir. Sjá nánar hér. Á kjörskrá í kjördæminu eru 29.531 en talin hafa verið 4.000 atkvæði.
22.50 Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi Norður. Sjá nánar hér. Á kjörskrá í kjördæminu eru 45.868 og talin hafa verið 6.149 atkvæði.
22:10 Frambjóðendur eru mættir í Efstaleitið þar sem þeir munu bregðast við fyrstu tölum. Þær eru væntanlegar innan fárra mínútna.
Frambjóðendur í Efstaleitinu þar sem þeir munu bregðast við fyrstu tölum. @AntonBrink smellti af. #forseti pic.twitter.com/3WtiRo4mwK
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
21:49 Allir frambjóðendurnir níu mættu að sjálfsögðu á kjörstað og kusu í dag. Stöð 2 var á staðnum og ræddi við frambjóðendur meðal annars um það hvernig kjördagurinn legðist í þá. Sjá má viðtölin við alla frambjóðendurna í spilaranum hér að neðan.
Elísabet er líka mætt í beina! Fylstu með í beinni á Stöð 2 og Vísi. @ufsaklettur pic.twitter.com/3UJnFCPZ7u
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Sturla Jónsson er mættur í beina útsendingu! Fylgstu með á Stöð 2 og Vísi. pic.twitter.com/GjmyKtClvq
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
20:25 „Ég er nú ekki spenntur, ég er aldrei spenntur. Ég er bara afslappaður,“ sagði Davíð Oddsson þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir beina útsendingu á Stöð 2. Hann sagði kosningabaráttuna hafa verið stutta en ánægjulega. „Ég er vanur mun lengri baráttu,“ sagði hann. „Ég hef fundið fyrir góðum stuðningi frá góðu fólki og er þakklátur fyrir það. Hversu mikið af því breytist svo í atkvæði þarf að koma í ljós.“
Davíð Oddsson mætir í beina útsendingu á Stöð 2. pic.twitter.com/IZzvZGm97x
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Andri Snær er líka mættur! Ekki missa af beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. @AndriMagnason pic.twitter.com/yd9Wcr4nkg
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
19:40 „Ég er mjög vel stemmd fyrir kvöldinu. Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt og ég hef fundið fyrir miklum meðbyr. Hvernig sem fer þá er ég ánægð og þakklát og þetta hefur verið algjört ævintýri,“ sagði Halla Tómasdóttir þegar Vísir náði af henni tali skömmu fyrir beina útsendingu á Stöð 2. Hún segir að á annað þúsund manns hafi sótt kosningakaffi sitt í Hæðarsmára í Kópavogi í dag og á von á fjölmenni á kosningavöku sína sem haldin verður á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 22.
Halla er mætt í Skaftahlíðina fyrir kosningavakt Stöðvar 2. Spjallað verður við hana og Guðna Th. um klukkan 19:30. pic.twitter.com/uMIG6oIFKV
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Guðni er mættur í Skaftahlíðina fyrir kosningavakt Stöðvar 2. Spjallað verður við hann um klukkan 19:30. pic.twitter.com/GJkSBBQmgO
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
19:03 Mun meiri kjörsókn í Kraganum og Reykjavík nú en fyrir fjórum árum
Mun fleiri hafa kosið í Reykjavík í forsetakosningunum nú heldur en árið 2012. Þannig höfðu 40.870 kosið í Reykjavík klukkan 18 í dag en á sama tíma árið 2012 höfðu 35.813 greitt atkvæði.
Í Suðvesturkjördæmi, sem gjarnan er kallað Kraginn, höfðu 27.947 kosið klukkan 17 eða 41,4 prósent kosningabærra manna. Er það mun meiri kjörsókn en í kosningunum 2012 þegar 22.410 manns höfðu kosið eða 36,1 prósent.
Þá höfðu 46,94 prósent kjósenda í Suðurkjördæmi kosið klukkan 18 samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn og klukkan 18 höfðu 6.125 Akureyringar kosið í Norðausturkjördæmi eða sem samsvarar 44,19 prósent. Er það á pari við kjörsókn á sama tíma árið 2012.
18:40 Heimurinn fylgist með
BBC News, Yahoo!, Daily Mail og fleiri fréttastofur fjalla um forsetakjörið á Íslandi. Flestir miðlar segja að búist sé við því að Guðni Th. verði kjörinn forseti. Þá þykir einnig merkilegt að kosningarnar skyldu falla í skuggann vegna frábærs árangurs Íslands á EM í fótbolta.
Historian Gudni Johannesson tipped for victory in Icelandic presidential electionhttps://t.co/kd1PRfGf87 pic.twitter.com/TXbgBOlbiA
— BBC News (World) (@BBCWorld) June 25, 2016
Klukkan 17 í dag höfðu 36.682 Reykvíkingar kosið í forsetakosningunum að því er fram kemur á vefsíðu um kjörsókn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Er þetta ívið meiri kjörsókn en árið 2012 en þá höfðu á sama 31.678 kosið.
Þá höfðu 8.458 kosið á kjörstað í Norðvesturkjördæmi klukkan 16. 21.424 eru á kjörskrá og er kjörsókn því 39,48 prósent.
16:27 Allir frambjóðendurnir níu búnir að kjósa
Allir forsetaframbjóðendurnir níu hafa nú kosið í kosningunum en Guðrún Margrét Pálsdóttir var sú sem var seinust til að kjósa núna upp úr klukkan 16. Hún mætti með eiginmanni sínum á kjörstað í Fjölbrautaskólann í Garðbæ.
Allir frambjóðendurnir hafa nú kosið í forsetakosningum en Guðrún Margrét Pálsdóttir kaus í FG klukkan 16. #forseti pic.twitter.com/9xFJPLiRka
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan 15 er 29,2 prósent og hafa 19.715 manns kosið. Á kjörskrá eru 67.478 manns. Í forsetakosningum árið 2012 höfðu 16.838 kosið eða 27,1 prósent.
15:39 Skinka, aspas og majónes
Vildi að það væru oftar kosningar. Kosningakaffi er eins og fermingaveisla án allra ættingjana, en samt smurbrauðs og slummutertur. #forseti
— Elli Pálma (@ellipalma) June 25, 2016
Ég greiddi hárið, fór í spariföt og -skó og svo að kjósa. Benti á þann sem mér þótti bestur #forseti
— Sóla (@SorlunYfla) June 25, 2016
Hér geta kjósendur kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum.
15:27 Kosningavökur frambjóðenda
Frambjóðendurnir munu allir halda kosningavöku annað kvöld og verður gestum og gangandi boðið að koma, en þær hefjast flestar á milli klukkan 21 og 22. Andri Snær verður með kosningavöku í Iðnó og Ástþór Magnússon hyggst halda bænastund í kirkju Óháða safnaðarins. Davíð Oddsson verður í kosningamiðstöð sinni við Grensásveg 10, Guðni Th. Jóhannesson á Grand Hóteli og Guðrún Margrét heldur sína kosningavöku á heimili sínu við Kríunes 6. Þá verður Halla Tómasdóttir á Bryggjunni brugghúsi að Grandagarði 8, og Hildur Þórðardóttir í fundarsal í Sundaborg 1. Sturla Jónsson verður með sína kosningavöku á Café Milanó í Skeifunni og Elísabet Jökulsdóttir verður með sína heima hjá sér.
15:00 Halla minnir Íslendinga á að kjósa
Stóri dagurinn runninn upp! Mjög mikilvægt að drífa sig á kjörstað og kjósa. Kíkið svo endilega í kaffi :) #forseti
— Halla Tomasdottir (@HallaTomas) June 25, 2016
Íslensk náttúra minnir á sig á kjördegi. Skjálftinn er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015. Sjá nánar hér.
14:47 Haldið í langferð til að komast á kjörstað
Íbúar í miðborginni þurfa margir að leggja leið sína í Menntaskólann við Sund til að kjósa. Oft hefur verið kosið á Kjarvalsstöðum en svo er ekki í þetta skiptið.
Erfitt að sameina að fara í sitt fínasta púss og að hjóla 9 km til að kjósa. En fökkit... við eigum Ban Thai OG Devitos! #105rvk#forseti
— Björn Teitsson (@bjornteits) June 25, 2016
Forsetaframbjóðandinn Hildur Þórðardóttir mætti á kjörstað í Ingunnarskóla í Grafarholti klukkan 14. „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt. Rosalega stolt af mér að hafa gert þetta,“ sagði Hildur í samtali við fréttamann. Aðspurð um hvað taki nú við segist hún ekki hafa hugmynd um það.
Hildur Þórðardóttir mætt á kjörstað, búin að setja x við einn frambjóðanda og smella atkvæðinu í kjörkassa.#forseti pic.twitter.com/gdaD2YYJPO
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Er í smá sjokki. Talaði við unga konu áðan, hún hélt að Sigmundur Davíð væri í framboði #forseti #kosningar #forseti2016
— Lilja Kjerúlf (@LiljaKjerulf) June 25, 2016
Ólafur Ragnar Grímsson tryggði sér sigur í forsetakosningnunum 2012 þegar hann hlaut 52,78 prósent atkvæða. Þóra Arnórsdóttir hlaut 33,16 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,64 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63 prósent, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósent og Hannes Bjarnason 0,98 prósent atkvæða. Heildarkjörsókn yfir landið allt var 69,2 prósent.
14:15 Kjósendur í Ásahreppi fá Mackintosh
Að sögn kunnugra hefur kjörsókn í Ásahreppi verið með ágætum. Þar er kosið í félagsheimilinu Ásgarði, en þar er einnig hefð fyrir því að kjósendur fái Mackintosh-mola eftir að hafa kosið. Á myndunum má sjá Sigurð Leifsson, óðalsbóndi í Lækjarholti, setja kjörseðilinn í kassann, en dóttir hans, Sigrún Ýr, er greinilega búin að kjósa og er að fá sér verðskuldaðan Mackintosh-mola.
Kjörsókn í Ásahreppi hefur verið með ágætum. Þar fá kjósendur Machintosh mola. #forseti pic.twitter.com/PDqTnFn8HA
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
„Við finnum mikinn meðbyr og ætlum bara að klára leikinn. Hann stendur til tíu,“ sagði Halla Tómasdóttir við fréttamann. Nánar er rætt við Höllu hér.
14:00 Halla og Björn kusu í Smáranum klukkan 13
.@HallaTomas kaus rétt eftir hádegi. Hún hefur verið að sækja í sig veðrið í könnunum að undanförnu. #forseti pic.twitter.com/DqVy7TyykH
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
„Þú mætir á kjörstað, finnur þína kjördeild, framvísar skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi), lætur haka við nafnið þitt á kjörskrá og færð kjörseðil. Að því búnu ferðu með kjörseðilinn inn í næsta lausa kjörklefa.
Í kjörklefanum er blýantur sem þú notar til þess að setja kross á kjörseðilinn framan við nafn þess frambjóðanda sem þú vilt kjósa. Athugaðu að þú mátt ekki rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Slíkt getur valdið ógildi atkvæðisins.
Þegar þú hefur gert kross fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem þú vilt kjósa brýtur þú seðilinn í sama brot og hann var í þegar þú tókst við honum þannig að letrið snúi inn, gengur út úr kjörklefanum og að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.“ (kosning.is)
Allir að kvarta undan vandræðalegum kjörseðli og engar leiðbeiningar á kjörstað. Hvert fer krossinn? Kostningavefurinn liggur niðri #forseti
— Iðunn Ýr (@idunnyr) June 25, 2016
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan 13 var 16,6 prósent, þegar 11.217 manns höfðu kosið.Á kjörskrá eru 67.478 manns.Í síðustu forsetakosningum árið 2012 höfðu 10.240 kosið klukkan 13 eða 16,5 prósent.
13:46 Elísabet og 38 prósentin
Elísabet Kristín Jökulsdóttir segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi í forsetakosningunum. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“ Nánar er rætt við Elísabetu hér.
13:29 Lýðræðið - you gotta love it!
Prúðbúið fólk, fánar blakta, Öxar við ána, þjóðarstolt, kraftur fjöldans -Elska lýðræðið #forseti
— Gautur Sturluson (@Gautur) June 25, 2016
Sturla Jónsson og Aldís Erna Helgadóttir mættu á kjörstað í Vættaskóla um klukkan 13 þar sem þau kusu.
Sturla Jónsson mætti á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Aldísi Ernu Helgadóttur. #forseti pic.twitter.com/5BsE4iIELh
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan 13.
Elísabet Jökuls @ufsaklettur kaus í Ráðhúsinu í dag! #forseti pic.twitter.com/lsMHq6mLED
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Jæja, kjósendur eru mættir í Ráðhúsið. Hefur þú kosið í dag? @AntonBrink er á flakki milli kjörstaða. #forseti pic.twitter.com/lPXdDLSMjE
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Kjördagur fer vel af stað en kjörsókn var með þokkalegasta móti nú um hádegi. Nánar er fjallað um kjörsókn það sem af er degi hér.
12:43 Ástþór og þjóðarbænin
Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur boðað til bænastundar í kirkju Óháða safnaðarins á Háteigsvegi klukkan 21. Í tilkynningu frá Ástþóri segir að beðið verði fyrir „fórnarlömbum stríðsátaka og fyrir vitundarvakningu Íslendinga og nýkjörnum forseta Íslands - að þjóðin sameini kraftana um að lýsa Ísland friðarríki.“
12:35: Hæstiréttur vísar frá kæru
Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Nánar er fjallað um málið hér.
12:26 Hallinn enn til umræðu
@horduragustsson Sami halli og á Andra. Guðni, Davíð og Ástþór hafa fengið upphækkaða kassa. pic.twitter.com/aJ1nANrFAL
— Andrés Ingi (@andresingi) June 25, 2016
Alls höfðu 6,88 prósent atkvæðisbærra manna kosið í Suðurkjördæmi klukkan 11. Að sögn formanns yfirkjörstjórnar er hlutfallið svipað og á sama tíma í forsetakosningnunum árið 2012.
12:00 Hádegisfréttatími Stöðvar 2
Fréttastofa Stöðvar 2 býður upp á fréttir í hádeginu. Púlsinn var tekinn á frambjóðendum í morgun auk þess sem Lillý Valgerður Pétursdóttir verður í beinni frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Hér má nálgast fréttatímann.
11:56 Elísabet Jökuls, glimmerregnið og bjölluhljómurinn
Eins og lofað var, bjölluhljómur og glimmerregn. #forseti pic.twitter.com/dXUfMUntDv
— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður sænska liðsins Piteå, er búin að kjósa.
Mitt ✖️ er komið á góðan stað þrátt fyrir örlítinn valkvíða. #forseti #kjósum
— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) June 25, 2016
Davíð og Ástþór mættu á sama tíma í Hagaskóla í dag þar sem þeir greiddu atkvæði og fór mjög vel á með þeim félögum. pic.twitter.com/eQcb0nW8at
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Ég hef hlegið að myndum af frambjóðendum á svona stundu. En það er allt óþægilegt við þessa stellingu. #forseti pic.twitter.com/qtoTGjQWmA
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) June 25, 2016
Davíð Oddsson segir í samtali við fréttastofu að dagurinn leggist afskaplega vel í sig. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn segist hann svo vera. „Ég get ekki endilega verið bjartsýnn á að vinna en ég vona að ég komi sæmilega myndarlega út og eigi dálítið af duldum atkvæðum.“
11:28 6,8 prósent hafa kosið í Suðvesturkjördæmi
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan 11 er 6,8 prósent, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi. 4.585 manns hafa kosið, en 67.478 manns eru á kjörskrá. Í síðustu forsetakosningum árið 2012 höfðu 3.837 kosið á þessum tíma eða 6,2 prósent kjósenda.
11:25 Davíð og Ástríður kjósa í Hagaskóla
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og Ástríður Thorarensen hress og kát í Hagaskóla nú rétt fyrir hádegi. #forseti pic.twitter.com/VtbZ1KZMOI
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Ástþór Magnússon mættur og greiðir atkvæði í Hagaskóla. #forseti pic.twitter.com/b6ppJGZfUU
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Hlynur Snær Andrason, nítján ára sonur forsetaframbjóðandans Andra Snæs Magnasonar, kaus í fyrsta sinn í dag. „Maður getur ekki kosið pabba sinn á hverjum degi, en ég mæli með þessu,“ sagði Hlynur Snær sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni og til að mynda klippt myndbönd fyrir pabba sinn. Andri Snær mætti ásamt fjölskyldu sinni til að kjósa í Menntaskólanum við Sund klukkan 10:30 í morgun.
11:03 Spurningarnar sem brenna á fólki
Hvað ætli séu mörg barnaherbergi á Bessastöðum? #forseti #kjósum
— Bára Sif (@barasifm) June 25, 2016
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason og eiginkona hans Margrét Sjöfn Torp mættu til að kjósa í Menntaskólanum við Sund um klukkan 10:30.
Forsetaframbjóðandinn @AndriMagnason mætir á kjörstað með prúðbúna fjölskyldu sína. #forseti pic.twitter.com/x5POW08Sc7
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
„Við njótum þessara réttinda eins og ég segi, að fá að kjósa, vonandi mæta sem flestir á kjörstað. Svo tekur fólk niðurstöðunni hver sem hún verður. Það er andi lýðræðisins. Lýðræðið eigum við að meta framar öðru.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson þegar hann ræddi við fréttamann Stöðvar 2 eftir að hafa kosið í Valhúsaskóla í morgun.
10:17 Elísabet tístir - þjóðin þarf að anda
Við þurfum fjögur ár bara til að anda. Þess vegna er ég rétta manneskjan í forsetann, kjósið mig! #forseti
— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans, Eliza Reid, mættu á kjörstað í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi núna klukkan 10. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, náði mynd af fjölskyldunni.
Frambjóðandinn @gudnith2016 með fjölskylduna á kjörstað. #forseti pic.twitter.com/2xAyU4Dky3
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Forsíða Fréttablaðsins í dag. Einn þessara frambjóðenda verður forseti Íslands næstu fjögur árin - í það minnsta. pic.twitter.com/uFO5tynTuz
— Vísir (@visir_is) June 25, 2016
Þegar mikið er undir er umræðan á Twitter jafnan hressileg og má búast við að svo verði einnig í dag. Fylgjast má með umræðunni á Twitter um kosningarnar hér.
9:07 Vísir fullur af upplýsingum um frambjóðendur
Nokkur tími er enn til stefnu til þess að gera upp hug sinn. Forsetavefur Vísis er stútfullur af upplýsingum um frambjóðendur. Hann má finna hér. Fréttablaðið tók frambjóðendur tali og gaf þeim færi á að segja sín lokaorð í baráttunni með því að svara spurningunni: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Svörin eru eins ólík og frambjóðendurnir.
9:00 Kjörstaðir búnir að opna
Kjörstaðir opnuðu núna klukkan 9. Áhugavert verður að fylgjast með hver kjörsóknin verður en mun fleiri hafa til að mynda kosið utankjörfundar nú en í síðustu forsetakosningum árið 2012. Þó hafa ýmsir viðrað áhyggjur af því ungt fólk mæti ekki á kjörstað en kosningarannsóknir sýna að kjörsókn ungs fólks hefur farið dvínandi síðustu ár.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sem gerðar voru núna í vikunni nýtur Guðni Th. Jóhannesson mests fylgis forsetaframbjóðenda. Þannig mældist hann með 44,6 prósent í könnun Gallup sem kynnt var í gær.
Halla Tómasdóttir mældist með næstmest fylgi eða 18,6 prósent. Þá mældist Davíð Oddsson með rúmlega 16 prósent fylgi og Andri Snær Magnason með tæplega 16 prósent fylgi. Sturla Jónsson var með 2,5 prósent fylgi en aðrir frambjóðendur hafa mælst með minna fylgi.