Erlent

Fleiri Afganar fá líklega hæli eftir nýtt mat Svía

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Vopnuð átök eru nú sögð vera í öllum héruðum Afganistans.
Vopnuð átök eru nú sögð vera í öllum héruðum Afganistans. Vísir/AFP
Dómsmála- og innflytjendaráðherra Svíþjóðar, Morgan Johansson, telur að fleiri Afganar fái hæli í Svíþjóð í kjölfar nýs mats sænsku innflytjendastofnunarinnar á ástandinu í Afganistan.

Stofnunin ályktar sem svo að vopnuð átök séu í öllum 34 héruðum landsins. Í fréttatilkynningu er bent á að átökin séu þó mismikil í héruðum.

Vegna þessa mun innflytjendastofnunin verða varkárari þegar hún tekur ákvörðun um hverjir eigi að fá hæli í Svíþjóð.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×