Samtökin ´78 bjóða upp á jólamat en vona að enginn komi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 12:45 Samtökin '78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Myndvinnsla/Garðar Samtökin ‘78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Þau vonast þó til að sjá sem fæsta og segja að draumurinn sé að allir eigi samastað um hátíðarnar. „Það getur alltaf komið upp sú staða hjá fólki að það eigi ekki í nein hús að venda um hátíðarnar,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. Hún segir það geta verið af ýmsum ástæðum. „Til dæmis eru ýmsir einstaklingar sem leita til okkar sem eru hælisleitendur og hafa þess vegna ekki ríkt stuðningsnet og vilja gjarnan komast í umhverfi þar sem þeir geta notið samvista við fólk og haft frelsi til að vera þau sjálf yfir hátíðarnar. Svo eru einnig einstaklingar sem vilja bara vera í umhverfi þar sem hægt er að upplifa ákveðið öryggi og líða vel yfir jólin. Það eru ekki allir sem ganga að því vísu heima hjá sér, það getur verið allur gangur á því.“Vonar að enginn komi Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi samtakanna, hefur umsjón með verkefninu og mun taka á móti gestum á Aðfangadagskvöld. „Ég vona að það komi enginn, en það hafa nokkrir sýnt þessu áhuga. Við verðum líklega fimm til tíu, eftir því hvort fólk kemur inn af götunni,“ segir Guðmunda í samtali við Vísi. „Það væri draumurinn að allir hafi stað til að vera á með fjölskyldu eða vinum en það er ekki alltaf staðreyndin.“ Guðmunda segir að fólk hafi ýmsar ástæður til að leita til samtakanna yfir jólin, allt frá því að fjölskylduaðstæður geri það að verkum að börn eyði jólunum annars staðar til þess að trans einstaklingar upplifi sig ekki velkomna hjá fjölskyldu sinni. „Ég held þetta sé algengara en flestir geri sér grein fyrir, en ég vona að það sé ekkert bráðalgengt. En já, ég veit um slatta af einstaklingum sem fara ekki til fjölskyldunnar sinnar vegna þess að þeim líður ekki vel þar.“ Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Samtökin ‘78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Þau vonast þó til að sjá sem fæsta og segja að draumurinn sé að allir eigi samastað um hátíðarnar. „Það getur alltaf komið upp sú staða hjá fólki að það eigi ekki í nein hús að venda um hátíðarnar,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. Hún segir það geta verið af ýmsum ástæðum. „Til dæmis eru ýmsir einstaklingar sem leita til okkar sem eru hælisleitendur og hafa þess vegna ekki ríkt stuðningsnet og vilja gjarnan komast í umhverfi þar sem þeir geta notið samvista við fólk og haft frelsi til að vera þau sjálf yfir hátíðarnar. Svo eru einnig einstaklingar sem vilja bara vera í umhverfi þar sem hægt er að upplifa ákveðið öryggi og líða vel yfir jólin. Það eru ekki allir sem ganga að því vísu heima hjá sér, það getur verið allur gangur á því.“Vonar að enginn komi Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi samtakanna, hefur umsjón með verkefninu og mun taka á móti gestum á Aðfangadagskvöld. „Ég vona að það komi enginn, en það hafa nokkrir sýnt þessu áhuga. Við verðum líklega fimm til tíu, eftir því hvort fólk kemur inn af götunni,“ segir Guðmunda í samtali við Vísi. „Það væri draumurinn að allir hafi stað til að vera á með fjölskyldu eða vinum en það er ekki alltaf staðreyndin.“ Guðmunda segir að fólk hafi ýmsar ástæður til að leita til samtakanna yfir jólin, allt frá því að fjölskylduaðstæður geri það að verkum að börn eyði jólunum annars staðar til þess að trans einstaklingar upplifi sig ekki velkomna hjá fjölskyldu sinni. „Ég held þetta sé algengara en flestir geri sér grein fyrir, en ég vona að það sé ekkert bráðalgengt. En já, ég veit um slatta af einstaklingum sem fara ekki til fjölskyldunnar sinnar vegna þess að þeim líður ekki vel þar.“
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira