Erlent

Evu Joly gremst afstaða Svía

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eva Joly vill stofna saksóknaraembætti á vegum ESB.
Eva Joly vill stofna saksóknaraembætti á vegum ESB. Vísir/Getty
Eva Joly, Evrópuþingmaður og fyrrverandi saksóknari í Frakklandi, er vonsvikin yfir því að Svíar skyldu vera á móti stofnun saksóknaraembættis innan Evrópusambandsins, ESB.

Eftir miklar umræður í Brussel á fimmtudaginn var ákveðið að fresta málinu. Mótbárur hafa komið frá ýmsum löndum en Svíar voru harðastir í afstöðu sinni gegn tillögunni.

Fulltrúar fjölda aðildarlanda ESB, auk meirihluta á Evrópuþinginu, hafa um langt skeið haldið því fram að hertar aðgerðir þurfi gegn grófu svindli sem tengist alls konar ESB-styrkjum.

Það er mat Joly að óháðir saksóknarar þurfi að rannsaka slík mál. Nú séu það eingöngu saksóknarar í hverju landi fyrir sig sem rannsaki svindl með fé frá sambandinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×