Umhverfisráðherra fagnar því ef Jón Gunnarsson býr yfir fjármunum til að bjarga Mývatni Birta Björnsdóttir. skrifar 7. maí 2016 13:56 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“ Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“
Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30
„Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00