Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. Guðrún er forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
Í nýsamþykktum búvörulögum er kveðið á um að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga. Í lögunum er jafnframt kveðið á um tryggja skuli aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal vinnu hópsins lokið eigi síðar en á árinu 2019.
Í vikunni var vakin athygli á því að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hafi verið á eftir áætlun með að skipa í samráðshópinn en frestur til þess rann út á þriðjudaginn. Sagði ráðherra í samtali við Vísi að skipun samráðshópsins myndi liggja fyrir í síðasta á laugardag.
Hefur Gunnar Bragi nú óskað eftir að Alþýðusamband Íslands eða BSRB, Bændasamtök Íslands sem fá tvo fulltrúa, Neytendasamtökin, Samtök afurðastöðva og Samtök atvinnulífsins tilnefni fulltrúa í sjö manna samráðshóp.
