Samskipti Ryan og verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, hafa verið stirð síðustu mánuði líkt og mikið hefur verið fjallað um og er ljóst að þessar fréttir binda enda á orðróm um að Repúblikanar á þingi hugðust snúast gegn Ryan.
Fulltrúadeildin mun formlega greiða atkvæði um nýjan forseta þingsins þegar það kemur saman í janúar. Repúblikanar munu þar skipa að minnsta kosti 239 sæti en 218 atkvæði þarf til að samþykkja nýjan forseta.
Þingmenn Repúblikana sögðu í Twitter-færslu að Ryan hafi verið samþykktur einróma.
Ryan hefur setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn frá árinu 1999 og tók við embætti þingforseta fyrir um ári af John Boehner.
.@SpeakerRyan unanimously re-elected Speaker-Elect for the 115th Congress.
— House Republicans (@HouseGOP) November 15, 2016