Skotásársin í Fellahverfi: Yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 09:52 Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði að bræðrunum umrætt ágústkvöld í Fellahverfinu. Vísir/Eyþór Árnason Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04
Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39