Enski boltinn

Koeman: Skrýtið af stjóra Everton að segja þetta en Liverpool getur orðið meistari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool raðar inn mörkum og er á toppnum.
Liverpool raðar inn mörkum og er á toppnum. vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, hefur trú á að samborgarar sínir og erkifjendur í Liverpool hafi það sem til þarf til að verða enskir meistarar í vor.

Liverpool er aðeins búið að tapa einum leik á tímabilinu og fór inn í landsleikjavikuna með 6-1 sigri gegn Watford. Liðið er á toppnum í fyrsta sinn síðan á vormánuðum 2014 þegar það henti frá sér enska titlinum.

Lærisveinar Jürgen Klopp eru búnir að skora mest allra í deildinni eða 30 mörk í fyrstu ellefu leikjunum og Koeman finnst þessi slagkraftur í sókninni bera þess merki að liðið geti orðið meistari.

„Það er enn of snemmt að segja til um hvaða lið er líklegast en ég hef heillast af Liverpool hingað til. Þetta er ekki eitthvað sem fólk býst við að stjóri Everton segir en Liverpool er búið að vera að spila góðan fótbolta og á skilið að vera á toppnum,“ segir Koeman í viðtali við ESPNFC.

„Liverpool hefur sín markmið og það er eitthvað sem lið sem ætla sér eitthvað þurfa. Auðvitað getur Liverpool orðið meistari. Það á góðan möguleika á því en það er ekki eina liðið sem er líklegst,“ segir Ronaldo Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×