Tiger ánægður þrátt fyrir misjafnt gengi um helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 22:30 Tiger var að vanda í rauðu á sunnudegi móts Vísir/Getty Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“ Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti