Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. apríl 2016 22:00 Pat Symonds tæknistjóri Williams. Ætli hann sé með lausnina? Vísir/Getty Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af því að þær reglur sem þegar hafa verið lagðar fram hjálpi stuðli ekki að auknum framúrakstri og að litlar breytingar verði. Nema þá að bílarnir fara hraðar yfir. Hugmyndin um öfuga rásröðun hefur komið upp og verið rædd. Hún snýst um að eftir tímatökuna á laugardegi verði haldin stutt keppni þar sem rásröðin er öfug miðað við úrslit tímatökunnar. Úrslit tímatökunnar myndu þó áfram gilda um keppni sunnudagsins. Markmiðið væri aðhafa laugardagskeppnina nógu mikilvæga, stigalega séð. Það myndi fá hönnuði bílanna til að velta fyrir sér hvernig þeir haga sér við framúrakstur og þegar þeir aka rétt á eftir öðrum bíl. Þetta er nú þegar vandamál, bæði heimsmeistarinn Lewis Hamilton og fyrrum heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafa bent á að þetta verði að breytast. Enda séu bílarnir nú til dags hannaðir til að aka í hreinu lofti, fremstir. „Ef við snúum hlutunum aðeins á hvolf og segjum að það skipti ekki máli hversu góður bíllinn þinn er, hann mun samt þurfa að aka í trufluðu lofti á eftir öðrum, þá gætir þú sagt að þá þurfi að hanna bílinn þannig að hann sé góður í hreinu lofti og virki líka vel í trufluð loftflæði, til þess að ná sem mestum árangri yfir tímabilið,“ sagði Symonds. Aðspurður hvort öfuga rásröðin kæmi til greina árið 2017 svaraði hann því að það væri sennilega of seint núna. „Reglurnar eiga að birtast 1. maí í síðastalagi,“ sagði Symonds. „Þetta er þó hægt en einhver þarf að borga fyrir það, einhver þarf að framkvæma það og það þarf nánast að neyða okkur til að vakna upp og fara að gera það sem almenningur vill sjá,“ sagði Symonds að lokum. Formúla Tengdar fréttir Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00 Konur hafa ekki líkamlega burði til að keyra formúlubíl Hinn umdeildi yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, er búinn að gera allt brjálað með ummælum sínum um möguleikann á því að konur keppi í F1. 20. apríl 2016 13:30 Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Lucas di Grassi fyrstur í mark í París Lucas di Grassi á ABT kom fyrstur í mark í Formúlu E kappakstrinum í París. Jean-Eric Vergne varð annar á DS Virgin bílum og Sebastian Buemi varð þriðji á Renault e.dams. 23. apríl 2016 16:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af því að þær reglur sem þegar hafa verið lagðar fram hjálpi stuðli ekki að auknum framúrakstri og að litlar breytingar verði. Nema þá að bílarnir fara hraðar yfir. Hugmyndin um öfuga rásröðun hefur komið upp og verið rædd. Hún snýst um að eftir tímatökuna á laugardegi verði haldin stutt keppni þar sem rásröðin er öfug miðað við úrslit tímatökunnar. Úrslit tímatökunnar myndu þó áfram gilda um keppni sunnudagsins. Markmiðið væri aðhafa laugardagskeppnina nógu mikilvæga, stigalega séð. Það myndi fá hönnuði bílanna til að velta fyrir sér hvernig þeir haga sér við framúrakstur og þegar þeir aka rétt á eftir öðrum bíl. Þetta er nú þegar vandamál, bæði heimsmeistarinn Lewis Hamilton og fyrrum heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafa bent á að þetta verði að breytast. Enda séu bílarnir nú til dags hannaðir til að aka í hreinu lofti, fremstir. „Ef við snúum hlutunum aðeins á hvolf og segjum að það skipti ekki máli hversu góður bíllinn þinn er, hann mun samt þurfa að aka í trufluðu lofti á eftir öðrum, þá gætir þú sagt að þá þurfi að hanna bílinn þannig að hann sé góður í hreinu lofti og virki líka vel í trufluð loftflæði, til þess að ná sem mestum árangri yfir tímabilið,“ sagði Symonds. Aðspurður hvort öfuga rásröðin kæmi til greina árið 2017 svaraði hann því að það væri sennilega of seint núna. „Reglurnar eiga að birtast 1. maí í síðastalagi,“ sagði Symonds. „Þetta er þó hægt en einhver þarf að borga fyrir það, einhver þarf að framkvæma það og það þarf nánast að neyða okkur til að vakna upp og fara að gera það sem almenningur vill sjá,“ sagði Symonds að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00 Konur hafa ekki líkamlega burði til að keyra formúlubíl Hinn umdeildi yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, er búinn að gera allt brjálað með ummælum sínum um möguleikann á því að konur keppi í F1. 20. apríl 2016 13:30 Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Lucas di Grassi fyrstur í mark í París Lucas di Grassi á ABT kom fyrstur í mark í Formúlu E kappakstrinum í París. Jean-Eric Vergne varð annar á DS Virgin bílum og Sebastian Buemi varð þriðji á Renault e.dams. 23. apríl 2016 16:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins. 23. apríl 2016 23:00
Konur hafa ekki líkamlega burði til að keyra formúlubíl Hinn umdeildi yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, er búinn að gera allt brjálað með ummælum sínum um möguleikann á því að konur keppi í F1. 20. apríl 2016 13:30
Pirelli fær 25 prófunardaga á ári Alþjóðlega akstursíþróttaráðið hefur samþykkt að dekkjaframleiðandinn Pirelli fái 25 daga prófanir á nýjum dekkjum með nýjustu Formúlu 1 bílunum hverju sinni. 21. apríl 2016 16:00
Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15
Lucas di Grassi fyrstur í mark í París Lucas di Grassi á ABT kom fyrstur í mark í Formúlu E kappakstrinum í París. Jean-Eric Vergne varð annar á DS Virgin bílum og Sebastian Buemi varð þriðji á Renault e.dams. 23. apríl 2016 16:45