Fjármagn tryggt til að bjóða út meðferðarkjarna við Hringbraut Bjarki Ármannsson skrifar 25. apríl 2016 14:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“ Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“
Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00
Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24
Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51