Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 09:47 Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff vísir/anton brink Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira