Charlie Hebdo minnist þess að eitt ár er liðið frá árásinni á skrifstofur blaðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2016 23:30 Sérstakt eintak af ádeilublaðinu Charlie Hebdo kom út í dag. Vísir/EPA Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39