Krefjast þess að hátekjuskattur verði settur á dómara sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2016 15:15 Hæstaréttardómarar fá allt að 48 prósenta hækkun. vísir/gva Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“ Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“
Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05
Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52
Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03
Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00