Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 14:22 Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Vísir/GVA Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00