Fótbolti

Markahæsta landsliðskona sögunnar biðst afsökunar á að hafa keyrt full

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wambach varð á í messunni í gær.
Wambach varð á í messunni í gær. vísir/getty
Abby Wambach, markahæsti leikmaður í sögu bandaríska landsliðsins, baðst í dag afsökunar á að hafa keyrt full.

Wambach var handtekin í Portland í gærkvöldi fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Wambach var færð í Multnomah County fangelsið en hefur nú verið látin laus.

„Þeir sem þekkja mig vita að ég hef alltaf gert miklar kröfur til sjálfs míns. Ég hef brugðist sjálfum mér og öðrum,“ skrifaði Wambach á Facebook-síðu sína í dag.

„Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist og lofa að ég mun að gera sem í mínu valdi stendur til að þetta endurtaki sig ekki.“

Enginn, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk en Wambach en hún gerði 184 mörk í 255 leikjum fyrir Bandaríkin á árunum 2001-15.

Wambach hjálpaði bandaríska landsliðinu að vinna HM í Kanada síðasta sumar og lagði svo skóna á hilluna í desember eftir 10 leikja kveðjutúr um Bandaríkin.

Last night I was arrested for DUII in Portland after dinner at a friend's house. Those that know me, know that I have...

Posted by Abby Wambach on Sunday, April 3, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×