Formúla 1

Lucas di Grassi vann á Long Beach

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lucas di Grassi fagnar.
Lucas di Grassi fagnar. Vísir/Getty
Lucas di Grassi á ABT vann Formúlu E kappaksturinn sem fram fór á Long Beach. Di Grassi ræsti annar af stað.

Úrslit keppninnar þýða að di grassi er nú aftur kominn í titilbaráttu, helsti keppinautur hans, Senastian Buemi átt afleidda keppni.

Buemi lenti í árekstri við Robin Frijns snemma í keppninni og þurfti þess vegna að flýta bílaskiptingunni mikið og endaði í 16. sæti, þremur hringjum á eftir di Grassi.

Sam Bird ræsti á ráspól eftir að Felix da Costa var sviptur ráspólnum eftir tíamtökuna. Loftþrýstingur í dekkjum á bíl da Costa var utan eðlilegra marka.

Stephane Sarrazin varð annar og Daniel Abt, liðsfélagi di Grassi varð þriðji. Nick Heidfeld og Bruno Senna náðu að forðast öll vandræði og landa fjórða og fimmta sæti.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein

Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×