Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“ Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“
Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17
Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30