Stelpugolfið stækkar og stækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 14:30 Mynd/Golfsamband Íslands Golfsumarið fer fyrst í fullan gang daginn sem Stelpugolfdagurinn er haldinn en hann hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum – pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi. Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kvenna nýtt sér þetta tækifæri og í fyrra er talið að um 800 konur hafi mætt á svæðið. Golfsambandið hvetur alla til að bjóða vinkonum, mömmum, ömmum systrum, frænkum, saumaklúbbum o.s.frv. með sér í golf. Það verða kylfur á staðnum og frí golfkennsla. Stelpugolf 2016 fer fram mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, og verður að venju á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaði. Fjörið verður á milli kl. 10:00 og 13:00. Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA. Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golfsumarið fer fyrst í fullan gang daginn sem Stelpugolfdagurinn er haldinn en hann hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum – pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi. Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kvenna nýtt sér þetta tækifæri og í fyrra er talið að um 800 konur hafi mætt á svæðið. Golfsambandið hvetur alla til að bjóða vinkonum, mömmum, ömmum systrum, frænkum, saumaklúbbum o.s.frv. með sér í golf. Það verða kylfur á staðnum og frí golfkennsla. Stelpugolf 2016 fer fram mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, og verður að venju á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaði. Fjörið verður á milli kl. 10:00 og 13:00. Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA. Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira