Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 10:58 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. Hún segir enga einfalda skýringu á því hvers vegna Samfylkingin mælist svo lág í skoðanakönnunum en flokkurinn hafi ákveðið að blása til formannskosninga í júní vegna stöðu hans. „Við erum í þeim fasa núna og erum að skerpa á okkar baráttumálum og munum koma út úr landsfundi með nýja forystu og skýr stefnumarkmið og þá munum við snúa þessari stöðu við,“ segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segist telja að hún geti sameinað ólík sjónarmið innan flokksins. „Formaður er í þeirri stöðu að setja mál á dagskrá og ég vil komast í þá stöðu og að við í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands, förum að tala um okkar baráttumál, um okkar hjartans mál, og hættum að láta soga okkur inn í einhver innanflokksmein. Það sem skiptir máli eru baráttumál jafnaðarmanna og hugsjónir okkar.“ Oddný segist algjörlega ósammála þeirri hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns Samfylkingarinnar um að leggja flokkinn niður og stofna nýja stjórnmálahreyfingu. „Við eigum að sinna hugsjónum jafnaðarmanna. Við í Samfylkingunni þurfum að gera það sem við ætluðum okkur að gera, safna okkur saman, kjósa nýja forystu og skerpa á okkar áherslumálum áður en við förum í samtal við aðra flokka, hvort sem það er um samstarf eða sameiningu.“ Tengdar fréttir VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. Hún segir enga einfalda skýringu á því hvers vegna Samfylkingin mælist svo lág í skoðanakönnunum en flokkurinn hafi ákveðið að blása til formannskosninga í júní vegna stöðu hans. „Við erum í þeim fasa núna og erum að skerpa á okkar baráttumálum og munum koma út úr landsfundi með nýja forystu og skýr stefnumarkmið og þá munum við snúa þessari stöðu við,“ segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segist telja að hún geti sameinað ólík sjónarmið innan flokksins. „Formaður er í þeirri stöðu að setja mál á dagskrá og ég vil komast í þá stöðu og að við í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands, förum að tala um okkar baráttumál, um okkar hjartans mál, og hættum að láta soga okkur inn í einhver innanflokksmein. Það sem skiptir máli eru baráttumál jafnaðarmanna og hugsjónir okkar.“ Oddný segist algjörlega ósammála þeirri hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns Samfylkingarinnar um að leggja flokkinn niður og stofna nýja stjórnmálahreyfingu. „Við eigum að sinna hugsjónum jafnaðarmanna. Við í Samfylkingunni þurfum að gera það sem við ætluðum okkur að gera, safna okkur saman, kjósa nýja forystu og skerpa á okkar áherslumálum áður en við förum í samtal við aðra flokka, hvort sem það er um samstarf eða sameiningu.“
Tengdar fréttir VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22