Innlent

Nýr meirihluti í Fjallabyggð

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Vísir/Gísli Berg
Jafnaðarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til nýs meirihlutasamstarfs þar í bæ. Samkvæmt tilkynningu var málefnasamningur milli framboðanna tveggja samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og Fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð nú í kvöld.

Steinunn María Sveinsdóttir oddviti Jafnaðarmanna verður áfram formaður bæjarráðs og Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður forseti bæjarstjórnar.

Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Áður voru Jafnaðarmenn í samstarfi með Fjallabyggðarlistanum en upp úr slitnaði vegna „trúnaðarbrests“ á milli oddvita Fjalalbyggðarlistans og annarra bæjarfulltrúa meirihlutans, samkvæmt tilkynningu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×